Þetta eru efnismiklar sögur sem hefðu hæglega getað orðið skáldsögur en Guðrún Eva segist einfaldlega ekki hafa langað að teygja lopann. „Mig langaði að hafa þetta knappt, ég er búinn að lesa svo mikið af smásögum og mér fannst það ný áskorun að skrifa styttri sögur þar sem hvert einasta orð skiptir máli.“
Hún lenti þó í vændræðum með síðustu söguna í bókinni. „Ég var yfir mig hrifin af persónunum og langaði ekkert að kveðja þau, þá langaði mig að fara að teygja þetta á langinn. En ég bara stillti mig um það.“
Titill bókarinnar – Ástin Texas – vekur forvitni. Hún heitir í raun í höfuðið á stærstu aukapersónu bókarinnar, segir Guðrún Eva, Austin frá Texas, mormónatrúboða sem gengur í gegnum sögurnar.