Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Þangað til ég dey 900-9901

01.02.2014 - 13:01
Mynd með færslu
 Mynd:

F.U.N.K. – flytjendur og höfundar lags og texta

Hljómsveitin F.U.N.K. er ný og fersk uppskrift úr gömlu hráefni því liðsmenn sveitarinnar hafa í nokkurn tíma verið viðloðandi ýmis svipuð verkefni. Þeir ákváðu svo að sameina krafta sína í þessu nýja bandi sem tróð einmitt í fyrsta skipti upp opinberlega síðastliðinn föstudag. Sveitina skipa þeir Franz Ploder Ottósson, Pétur Finnbogason, Lárus Örn Arnarson, Egill Ploder Ottósson, Hörður Bjarkason og Valbjörn Snær Lillendahl, en Egill og Franz eru bræður. Meðlimir F.U.N.K. eru allir um tvítugt og eru víðs vegar að af höfuðborgarsvæðinu. 

Breiddin í hljómsveitinni er greinilega mikil því þeir segjast hlusta á allt frá Justin Bieber til Jeffs Buckleys og Led Zeppelin. Franz, Pétur og Lárus eru höfundar lagins Þangað til ég dey en hugmyndin að því að taka þátt í keppninni kviknaði aðeins fimm dögum áður en skilafrestur laga rann út. Þeir höfðu því hraðar hendur og lagið var  klárt á aðeins nokkrum klukkutímum, en dansinn við það varð til nánast sjálfkrafa á sama tíma í svakalegri stemningu. Þess má geta að Franz og Pétur voru í sönghópnum Bláum Ópal sem lenti í öðru sæti í Söngvakeppninni 2012 með lagið Stattu upp. Alveg síðan Franz og Hörður tóku þátt í söngkeppni Valhúsaskóla fyrir hálfgerða slysni, og lentu í sama sæti þrátt fyrir ótrúlega lítinn undirbúning, finnst strákunum annað sætið hafa elt þá á röndum.

Lagið Þangað til ég dey fjallar um að njóta líðandi stundar og vera léttur, ljúfur og kátur, en það lýsir þessum ungu mönnum vel.

Lárus, Pétur og Franz - höfundar lags og texta

 

Þangað til ég dey

Þú þarft að kvarta yfir eigin sál

og öll þín vandamál

Því þarf að fara nú og færa sig um set
Ég mun hjálpa ef að ég get

Horfa yfir hæstu tindana,
Ó-hamingjan bara ef ég fyndi hana
Geri því það sem ég vil

Þangað til ég dey (HEY),

Vinn ég að von, vinn ég að frið
Þangað til ég dey (HEY)

Syng ég lag inn í betri dag
Því að ég vil (HEY),

gera það sem mig langar til,
þar til ég dey

Fikrar þig áfram og þú finnur frið,
Gott er að leita að honum inn á við
Því þarf að fara nú og færa sig um set
Ég mun hjálpa ef að ég get

Sama hvernig það fer,
finna hvernig það er,

að hafa allt í höndum sér
Sama hvernig það fer,
finna hvernig það er,
að hafa allt í höndum sér

Horfa yfir hæstu tindana,
Ó-hamingjan bara ef ég fyndi hana
Og geri því það sem ég vil
Geri því það sem ég vil

Þangað til ég dey (HEY) ...