Þakkaði Trump fyrir hjálp við að stöðva hryðjuverk

epa06321985 Russian President Vladimir Putin (R) and US President Donald J. Trump (L) talk at the break of a leader's meeting at the 25th Asia-Pacific Economic Cooperation (APEC) summit in Da Nang, Vietnam, 11 November 2017. The APEC summit brings
 Mynd: EPA-EFE - Sputnik Pool
Vladimír Pútín Rússlandsforseti hringdi í gær í Donald Trump, Bandaríkjaforseta, til að þakka fyrir aðstoð bandarískra leyniþjónustustofnana við að koma í veg fyrir hryðjuverk í Rússlandi.

Þetta kemur fram í tilkynningu á heimasíðu rússneska forsetaembættisins. Þar segir að forsetarnir hafi rætt saman í síma í gær, að frumkvæði Pútíns, þar sem hann byrjaði á að þakka Trump fyrir upplýsingar sem bandaríska leyniþjónustan kom á framfæri við þá rússnesku, og urðu til þess að hægt var að koma í veg fyrir hryðjuverk sem fremja átti á rússneskri grundu.

Síðan hafi þeir rætt hin fjölbreyttustu málefni þar sem hagsmunir stórveldanna fara saman og sammælst um að halda áfram samvinnu ríkjanna í stríðinu  gegn hryðjuverkum.

Ekki kemur fram í fréttatilkynningunni hvers eðlis þessi hryðjuverkaáform voru eða hversu langt þau voru á veg komin, né heldur hver eða hverjir þar voru að verki. 
 

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi