Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

„Það má kalla þetta hræðsluáróður“

28.08.2019 - 10:25
Mynd: Skjáskot / RÚV
Síðasta umræðan um þriðja orkupakkann hófst á Alþingi klukkan 10:30 í morgun. Í lok þingfundar var búið að verja 148 klukkustundum í að ræða málið á þingi sem er met. Flestir sérfræðingar eru þeirrar skoðunar að innleiðing orkupakkans skyldi ekki Ísland til að samþykkja sæstreng til landsins. Þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins eru á móti orkupakkanum og hefur formaður Miðflokksins lýst honum sem hættulegum.

Í spilaranum að ofan má sjá umfjöllun kvöldfrétta í sjónvarpi um umræðu dagsins. Að neðan er textalýsing sem var rituð jafnóðum í allan dag.