Það byrjar í kvöld

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla - RÚV

Það byrjar í kvöld

06.02.2016 - 13:35

Höfundar

Já, ballið byrjar svo sannarlega í kvöld en þá hefst Söngvakeppnin á RÚV. Þá verða fyrri 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Bein útsending í sjónvarpinu hefst kl. 20.00. Keppnin verður með óvenju glæsilegu sniði í ár af því tilefni að nú eru 30 ár liðin síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision.

Lögin 6 sem keppa í kvöld eru:

Raddirnar (900  9901)
Lag og texti:  Greta Salóme Stefánsdóttir
Flytjandi:  Greta Salóme Stefánsdóttir

Hugur minn er (900 9902)
Lag og texti:  Þórunn Erna Clausen
Flytjendur:  Hjörtur Traustason og Erna Hrönn Ólafsdóttir

Fátækur námsmaður (900 9903)
Lag og texti:  Ingólfur Þórarinsson
Flytjandi:  Ingólfur Þórarinsson

Ég sé þig (900 9904)
Lag og texti:  Hljómsveitin Eva
Flytjendur:  Hljómsveitin Eva

Óstöðvandi (900 9905)
Lag:  Kristinn Sigurpáll Sturluson, Ylva Persson og Linda Persson  
Texti: Karlotta Sigurðardóttir
Flytjandi: Karlotta Sigurðardóttir

Kreisí (900 9906)
Lag: Karl Olgeirsson
Texti: Karl Olgeirsson og Sigríður Eyrún Friðriksdóttir  
Flytjandi: Sigga Eyrún

Öll þessi lög má finna á heimasíðu söngvakeppninnar á ruv.is.

En það verða ekki aðeins keppendurnir sem koma fram í Háskólabíói í kvöld því boðið verður upp á frábær skemmtiatriði.  101 boys (Sturla Atlas, Logi Pedro, Jóhann Kristófer og Unnsteinn Manuel) munu flytja lagið Gleðibankann eftir Magnús Eiríksson í sinni eigin útsetningu.  Páll Óskar mun svo stíga á svið og flytja nýtt afmælislag Söngvakeppninnar sem nú þegar hefur slegið í gegn og ber heitið Vinnum þetta fyrirfram. 

Kynnar keppninnar verða þær Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir og Guðrún Dís Emilsdóttir.