Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tesla flýr tollastríð og framleiðir í Kína

10.07.2018 - 15:05
epa04049808 Elon Musk, co-founder and CEO of Tesla, poses with a model of the brand during a visit to Amsterdam, The Netherlands, 31 January 2014. The European Tesla Service is based in Tilburg and the European headquarters in Amsterdam.  EPA/JERRY LAMPEN
Elon Musk, stofnandi Teslu.  Mynd: EPA - ANP
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur komist að samkomulagi við borgaryfirvöld í Sjanghæ í Kína um að setja þar á stofn verksmiðju og framleiða 500.000 rafbíla á ári.

Markmið Teslu er að auka sölu rafbíla um allan heim og greinir AFP fréttastofan frá því að með því að framleiða rafbíla í Kína geti fyrirtækið að einhverju leiti sloppið við afleiðingar tollastríðsins sem nú er skollið á, á milli Bandaríkjanna og fjölda ríkja.

Bandarísk yfirvöld settu fyrr á árinu verndartolla á innflutt stál og ál frá helstu viðskiptalöndum sínum, þar á meðal frá Kína og ríkjum Evrópusambandsins. Yfirvöld ríkjanna hafa svarað í sömu mynt, til dæmis hefur Evrópusambandið lagt 50 prósenta toll á skó og þvottavélar frá Bandaríkjunum og Kína hefur meðal annars lagt tolla á sojabaunir og bíla. 

Stærsti markaður heims fyrir rafbíla er í Kína, að því er fram kemur í frétt Reuters um málið. Því er spáð að sala rafbíla þar eigi eftir að aukast á næstu árum þar sem yfirvöld þar stefna að því að bílafloti landsins verði að fullu rafvæddur árið 2030.