Tengslin milli kvíða og kapítalisma

Mynd:  / 

Tengslin milli kvíða og kapítalisma

03.01.2019 - 13:33
Kapítalismi og nýfrjálshyggja sem uppspretta kvíða í samfélaginu var kveikjan að sýningunni Tími til að segja bless.

Verkið Tími til að segja bless verður sýnt í aðeins eitt skipti, föstudaginn 4.janúar. Verkið er flutt af leikhópnum Við viljum frí og var lokaverkefni Lóu Bjarkar Bjarnadóttur þegar hún útskrifaðist af sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands. 

Verkið kviknaði út frá kvíða og er í raun einhvers konar ferli til að losna við hann. Það fjallar um sambandsslit en kannski ekki eins við hugsum um þau í daglegu lífi heldur frekar sambandið sem við eigum við samfélagsgerðina. 

Hópinn Við viljum frí skipa sviðshöfundarnir Andrea Elín Vilhjálmsdóttir, Lóa Björk Björnsdóttir, Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir og dansararnir Eydís Rose Vilmundardóttir og Yelena Arakelow. Verkið verður sett upp í þetta eina skipti í Þjóðleikhúskjallaranum í kvöld klukkan 20:00.

Við kíktum á æfingu hjá leikhópnum og spjölluðum við Lóu Björk, horfðu á myndbandið í spilaranum hér fyrir ofan.