Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Telur samstarf styrkja flokkana

24.08.2013 - 13:12
Mynd með færslu
 Mynd:
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri grænna, telur að vinstri flokkarnir eigi að mynda kosningabandalög eða vera með sameiginleg kosningabandalög fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar.

Árni telur að það geti styrkt flokkana sameiginlega og gert það að verkum að þeir séu raunverulegur valkostur fyrir þá sem ekki aðhyllast þau sjónarmið sem eru uppi hjá núverandi stjórnarflokkum. Hann segi það ekki síst eiga við á sveitarsjórnarstigi en telur jafnfram að stjórnarandstaðan á Alþingi eigi að vera samstillt í málflutningi og samstarfi. „Það sé miklu meira sem þeir eiga sameiginlegt í svona grundvallarsýn á uppbyggingu samfélagisins og að þeir hagsmunir eigi að vera ríkjandi og hinir að víkja,“ segir Árni. 

Hann telur möguleika á kosningabandalögum víða í stærri sveitarfélögum og jafnvel sameiginlegum framboðum. „Ég tel sömuleiðis möguleika á að vinna að slíku í stærri sveitarfélögum, bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og reyndar víðar um land.“