Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Telur kirkjuna í kreppu

24.08.2010 - 15:04
Mynd með færslu
 Mynd:
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir sorglegt að horfa upp á vandræðagang kirkjunnar í tengslum við meint kynferðisafbrot Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Þetta kom fram á blaðamannafundi með forsætisráðherra í hádeginu. Jóhanna segir kirkjuna vera í kreppu vegna málsins, en stofnunin verði að finna viðunandi lausn á því svo traust almennings glatist ekki. Jóhanna sagði það á stundum hafa hvarflað að sér að segja sig úr þjóðkirkjunni.