Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Telur geirann taka faglega á áreitni

Mynd: harpa pétursdóttir / harpa pétursdóttir
Fjórðungur starfsmanna í orkugeiranum er kvenkyns og ein kona í æðstu stjórnunarstöðum. Konur í orkugeiranum sendu ekki frá sér nafnlausar sögur í tengslum við Metoo-byltinguna í fyrra. Harpa Pétursdóttir, formaður stjórnar Félags kvenna í orkumálum, segir að það hafi einfaldlega engar sögur eða ábendingar borist félaginu. Til að bregðast við byltingunni lét félagið rannsaka líðan kvenna í orkugeiranum og er niðurstaðna úr þeirri könnun að vænta í nóvember. En hvernig er staða kvenna í geiranum?

 „Fréttir af óviðeigandi framkomu gagnvart starfsmönnum innan orkugeirans eiga erindi við okkur öll og það er hryggðarefni að slíkt sé viðhaft enn þann dag í dag. Ákvörðunartaka stjórnenda í slíkum málum er erfið en jafnframt er mjög mikilvægt að slíkum gjörðum fylgi afleiðingar.“ Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Stjórn Félags kvenna í orkumálum birti í gær. 

                  Í fyrra kom út skýrsla um stöðu kvenna í orkugeiranum. Þær eru 24% starfsmanna og 8% æðstu stjórnenda. Þetta er fámennur geiri - þessi 8% svara því til einnar konu í einni stöðu. 

Hlýða má á viðtal Spegilsins við Hörpu um stöðu kvenna í orkugeiranum  í spilaranum hér fyrir ofan. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV