Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Telur að verð á bókum eigi eftir að lækka

Mynd með færslu
 Mynd: RUV

Telur að verð á bókum eigi eftir að lækka

13.09.2018 - 11:37

Höfundar

Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra gerir ráð fyrir því að verð á bókum lækki þegar farið er að styrkja bókaútgefendur. Hún segir brýnt að þeir taki tillitit til aðgerðana og treystir þeim til að taka skynsamlega ákvörðun. Styrkur til bókaútgefenda er hluti af heildstæðri aðgerðaráætlun til að efla íslenska tungu

Menntamálaráðherra kynnti aðgerðirnar í Veröld húsi Vigdísar í gær. Þær eru í fjórum liðum, efla á bókaútgáfu,  fjölmiðla, íslensku í stafrænum heimi og ráðherra leggur fram þingsályktunartillögu í 22 liðum sem allar miða að því að efla íslenska tungu. Þar verður kveðið á um að efla íslenskukennslu, auka framboð á menningarlegu efni á íslensku og stuðla að vitundarvakningu um mikilvægi tungumálsins. Einnig verður gerð ný málstefna og settar viðmiðunarreglur um notkun íslensku í upplýsinga- og kynningarefni. 
Ennfremur eiga framkvæmdir við Hús íslenskunnar að hefjast í vetur og þeim að ljúka í október 2021. 

Fjögurhundruð milljónum verður varið í að styðja við íslenska bókaútgáfu. Árlegur kostnaður vegna þessa eru 400 milljónir króna frá og með árinu 2019.

„Þetta er í fyrsta sinn sen verið er að styðja svona við bókaútgáfu á Íslandi og við erum nú bókaþjóð þannig að þetta er mjög ánægjulegt.“ 

Frumvarp menntamálaráðherra um afnám virðisaukaskatts á bókum var lagt fram á Alþingi í fyrra en það náði ekki fram að ganga. Ráðherra sagði þá á Facebook að ljóst væri að þverpóitísk sátt hefði myndast um að afnema skattinn og því ætti að vera auðvelt að hrinda því í framkvæmd á næsta þingi. Hún hefur nú hætt við það en vonar að styrkurinn til bókaútgefenda verði til þess að verð á bókum lækki. 
 
„Við vorum fyrst að hugsa um að lækka virðisaukaskattinn sem er 11 % en nú erum við að ganga svolítið lengra með því að endurgreiða 25%  af kostnaði. Þannig að ég geri fastlega ráð fyrir því að við munum sjá verð lækka á bókum. En það er sem sagt í höndum bókaútgefenda að ákveða það?  Það er í höndum þeirra en mér finnst mjög brýnt að þeir taki tilllit til þessara aðgerða og taki mið af þeim.“
 
Engin skilyrði fylgja styrknum til bókaútgefenda um að hann hafi áhrif á verð á bókum.
 
„Ég bara treysti þeim til að taka skynsamlega ákvörðun hvað þetta varðar.“
 
 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

„Ein verstu ótíðindi sem höfundar hafa heyrt“

Stjórnmál

Taldi beinan stuðning markvissari aðgerð

Stjórnmál

Útgefendur styrktir en bækur áfram skattlagðar