Telja skáp hinsegin fólks tilheyra fortíðinni

Mynd: RÚV núll / RÚV núll

Telja skáp hinsegin fólks tilheyra fortíðinni

22.03.2018 - 13:00

Höfundar

Nýr þáttur af Hinseginleikanum er nú aðgengilegur á vef RÚV. Að þessu sinni fjallar þátturinn um pan- og tvíkynhneigt fólk, stundum nefnt persónukynhneigt.

Á meðal viðmælenda í þættinum er María Birta Bjarnadóttir, leikkona og athafnakona, en hún giftist eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ella Egils, árið 2014. Áður hafði María átt í ástarsamböndum við konur en hún skilgreinir sig sem pankynhneigða. 

„Af því ég var svo ung að giftast karlmanni þá átti þetta bara að hafa verið tímabil. Fólk hefur alveg komið að mér, sem þekkir mig kannski ekkert rosalega mikið, og segir: Já, skammast þú þín fyrir þetta tímabil í þínu lífi? En þetta var ekkert tímabil,“ segir María. 

Í þættinum koma meðal annars fram hugmyndir fimmtán ára nemenda við Hagaskóla um að brátt muni skápurinn, sem jafnan er talað um að hinsegin fólk þurfi að koma út úr, heyra sögunni til. Skilgreiningar á kynhneigð og kynvitund séu orðnar óljósari en áður tíðkaðist. 

Þetta er þriðji þáttur af sex í þáttaröðinni um ungt hinsegin fólk. Þættirnir eru sýndir á vef RÚV á fimmtudögum og eru framleiddir af RÚV núll, nýrri þjónustu RÚV við ungt fólk. Þáttastjórnandi er Ingileif Friðriksdóttir. 

Tengdar fréttir

Mannlíf

Fær nýja nafnið ekki viðurkennt í skólanum

Mannlíf

Nýir þættir um hinsegin fólk hefja göngu sína