Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

„Tekur sjálfsagt um viku að jafna sig“

06.08.2018 - 16:42
Mynd: Jón Þór Víglundsson / RÚV
Vatnamælingamaður hjá Veðurstofunni segir viðbúið að næsta Skaftárhlaup valdi auknu rennsli við og yfir Þjóðveg 1. Hlaupið nú og fyrir þremur árum hafi borið með sé mikinn aur sem þétti Eldhraun þannig að vatn renni í minna mæli ofan í hraunið heldur leiti upp á veg. Ekki er reiknað með að unnt verði að opna þjóðveg 1 fyrr en í kvöld hið fyrsta en hann er lokaður um Eldhraun vestan Kirkjubæjarklausturs, vegna vatns úr Skaftárhlaupi.

Jóhann Bjarni Kolbeinsson, fréttamaður, og Jón Þór Víglundsson, myndatökumaður, hafa fylgst með framvindunni í dag og er hægt að horfa á frétt þeirra í spilaranum hér að ofan.

 

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV