Tekur myndir með skanna í Hrísey

Mynd með færslu
 Mynd:

Tekur myndir með skanna í Hrísey

21.10.2013 - 19:50
Gamli barnaskólinn í Hrísey er orðinn athvarf fyrir listamenn frá öllum heimshornum sem dveljast þar í gestavinnustofum um lengri eða skemmri tíma. Þessa dagana sækir ástralskur ljósmyndari, með heimatilbúna myndavél, innblástur til eyjarinnar.

Listahópurinn Norðanbál keypti gamla skólann í Hrísey fyrir nokkrum árum og innréttaði þar gestavinnustofur fyrir listamenn. Georgina Campbell, myndlistarmaður og ljósmyndari, er ein fjögurra erlendra listamanna sem dvelja þar nú en færri komast að en vilja. Hún segir nytsamlegt að komast í nýtt umhverfi sem opnar hugann fyrir nýjum hugsunarhætti. 

Georgina er áströlsk en býr og starfar í Lundúnum. Hún vinnur með ljósmyndir og hefur síðustu daga sést á gangi í Hrísey með heldur óvenjulega myndavél. 

Það tekur nokkra stund að taka eina mynd og þá borgar sig að sitja alveg kyrr.