Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Tekist á í Suðvesturkjördæmi

Mynd: Anna Kristín Jónsdóttir / Anna Kristín Jónsdóttir
Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna sem bjóða fram í Suðvesturkjördæmi tókust á og gerðu grein fyrir sínum áherslum í kjördæmaþætti Rás 2. Að þessu sinni eru tíu flokkar sem bjóða fram. Alls eru í boði 13 þingsæti í kjördæminu, 11 er kjördæmakjörin og 2 uppbótarþingsæti.

Í þættinum var rætt um lögbannið sem sett var á Stundina og Reykjavík media vegna gagna sem þessi miðlar hafa undir höndum um fjármál gamla Glitnis. Þá gerður allir frambjóðendur grein fyrir áherslum sínum í heilbrigðismálum og stefnu þeirra í málefnum aldraðra. Einnig var rætt um áherslur þessar flokka í útlendingamálum og svarað var spurningunni um hvort taka ætti á móti fleiri flóttamönnum.

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að ofan.
 

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV