Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tekist á í Suðurkjördæmi

Mynd: Arnar Páll Hauksson / Arnar Páll Hauksson
Oddvitar og fulltrúar þeirra tíu flokka sem bjóða fram í Suðurkjördæmi gerður grein fyrir sínum sjónarmiðum og áherslum í kjördæmaþætti á Rás 2 í dag. Rætt var meðal annars um vegatolla og samgöngur í kjördæminu, virkjunaráform og stöðu ungs fólks í Suðurkjördæmi.

Í umræðunum tóku þátt þau Jasmina Crnac oddviti  Bjartrar framtíðar, Sigurður Ingi Jóhannsson oddviti Framsóknarflokks,  Jóna Sólveig Elínardóttir oddviti Viðreisnar, Páll Magnússon oddviti Sjálfstæðisflokks, Karl Gauti Hjaltason oddviti Flokks fólksins,  Birgir Þórarinsson oddviti Miðflokksins, Smári McCarthy oddviti Pírata, Ragnhildur L. Guðmundsdóttir oddviti Dögunar, Njörður Sigurðsson fyrir  Samfylkingu og  Heiða Guðný Ásgeirsdóttir  fyrir Vinstri græn. 

Hlusta má á þáttinn í spilaranum hér að ofan.
 

 

arnarph's picture
Arnar Páll Hauksson
Fréttastofa RÚV