Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Tarantino beit ugga af maríulaxinum

21.07.2014 - 16:21
Mynd með færslu
 Mynd:
Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn Quentin Tarantino veiddi maríulax sinn í Hítará í þriggja daga veiðiferð sem lauk í hádeginu í dag.

„Hann beit af honum uggann og renndi niður með skoti af brennivíni sem er gamall og góður siður. Það garanterar að hann eigi eftir að veiða eins og maskína það sem eftir er. Þetta fór allt saman vel og hópurinn veiddi vel," segir Bjarni Júlíusson fyrrverandi formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur í samtali við fréttastofu.

Bjarni segir að vel hafi veiðst í Hítará við Mýrar sem er um 100 kílómetra frá Reykjavík. Um 150 laxar hafa veiðst í ánni það sem af er sumri sem er gott miðað við veiðiárið í fyrra.