Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Tap Íbúðalánasjóðs 270 milljarðar króna

02.07.2013 - 15:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Íbúðalánasjóður tapaði gífurlegum fjárhæðum og fyrirséð er áframhaldandi tap sjóðsins. Heildartap Íbúðalánasjóðs á árunum 1999 til 2012 voru 270 milljarðar króna.

Langmesta tapið er vegna uppgreiðslna útlána. Fyrirséð er að sjóðurinn muni tapa meira, en framtíðartap er áætlað verða á bilinu 32 til 170 milljarðar króna. Þar vegur langþyngst tap vegna uppgreiðslna lána, eða allt að 130 milljörðum króna. Jafnframt er mesta óvissan um þann þátt.

Uppgreiðslutapið er tilkomið vegna þess að lántakendur sjóðsins greiða upp lán sín fyrir gjalddaga. Við breytingarnar á fjármögnun og fyrirkomulagi útlána Íbúðalánasjóðs í júlí 2004 tók sjóðurinn uppgreiðsluáhættu sem var ekki til staðar áður, og það leiddi til mikils taps sjóðsins. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð.