Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Táningar drukknuðu þegar brú hrundi

20.01.2020 - 06:44
In this photo released by the Disaster Mitigation Agency of Bengkulu Province's Kaur District, rescue team prepares to search for victims of bridge break on a river in Kaur district of Bengkulu province, Indonesia, Monday, Jan, 20, 2020. A footbridge on Indonesia's Sumatra island broke while it was packed with people and several fell into the overflowing river below and drowned, officials said Monday. (Disaster Mitigation Agency of Bengkulu Province's Kaur District via AP)
 Mynd: AP
Sjö drukknuðu og þriggja er saknað eftir að nýleg brú hrundi á Súmötru í Indónesíu í gær. Að sögn almannavarna í Indónesíu voru um 30 á brúnni í bænum Kaur þegar brúin hrundi skyndilega. Flest sem voru á brúnni voru börn á táningsaldri.

Mörg þeirra féllu ofan í ána sem brúin lá yfir, en aðrir náðu að halda sér í handrið brúarinnar. Vatnsborðið var hátt og áin óvenju straumhörð eftir úrhelli í bænum síðustu daga.

Ujang Syafiri, yfirmaður almannavarna, segir að brúin hafi líklega ekki ráðið við þann fjölda sem stóð á henni. Nokkrum nemendum var bjargað úr ánni, og björgunarlið leitar þeirra sem er saknað allt að 20 kílómetrum neðan við brúnna. Þau þrjú sem er saknað eru öll á táningsaldri.

Árlegt regntímabil gusast nú yfir eyjarnar í Suðaustur-Asíu. Nærri 70 hafa látið lífið vegna flóða og aurskriða í kringum Jakarta, höfuðborg Indónesíu.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV