Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Talsverður munur eftir flokkum

17.05.2012 - 22:17
Mynd með færslu
 Mynd:
Talsverður munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaflokkum hvort setja eigi mörk um það hversu lengi forseti Íslands megi sitja. Rúmlega helmingur þeirra sem styðja Framsóknarflokksins telja nauðsynlegt að setja slík mörk.

Rúm 70 prósent landsmanna eru á móti því að embætti forseta Íslands verði lagt niður .Mikill meirihluti þjóðarinnar telur að það ætti að vera hámark á því hversu mörg kjörtímabil forseti Íslands megi sitja.
Eins og greint var frá í kvöldfréttum sjónvarps  kannaði Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands nýverið afstöðu fólks til forsetaembættisins og hafði stofnunin sjálf frumkvæði að gerð könnunarinnar.

Spurt var: Kjörtímabil forseta Íslands er fjögur ár. Ert þú á þeirri skoðun að það ætti að vera hámark á því hversu mörg kjörtímabil einn forseti má sitja?
Af þeim sem svöruðu sögðust 64% vera þeirrar skoðunar að það ættu að vera mörk á því hversu lengi forseti megi sitja, en 36% sögðust telja að engin mörk ættu að vera á því.

Talsverður munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaflokkum en 75 prósent þeirra sem styðja Samfylkinguna telja að hámark eigi að vera á því hversu mörg kjörtímabil einn forseti megi sitja. Rúmur helmingur þeirra sem styðja Framsóknarflokkinn telja að slík mörk eigi að vera fyrir hendi. 69 prósent þeirra sem segjast styðja Vinstri hreyfinguna-grænt framboð telja nauðsynlegt að setja hámark kjörtímabila en 59 prósent stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins eru því fylgjandi.