Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Talningu lokið í Norðausturkjördæmi

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - RÚV
Lokið var við talningu atkvæða í Norðausturkjördæmi rétt fyrir klukkan sjö í morgun. Kjörsókn var 79,9 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur 26,5 prósenta fylgi sem færir honum 3 þingmenn. Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn hljóta 20 prósent hvor og tvo þingmenn. Píratar náðu tíu prósenta fylgi og Samfylkingin 8 prósentum. Báðir flokkar fengu einn þingmann.

Viðreisn er með 6,5 prósenta fylgi í kjördæminu og fær inn jöfnunarþingmann eins og staðan er. Þingmenn Norðausturkjördæmis verða eftirfarandi á komandi þingi:

1. Kristján Þór Júlíusson, Sjálfstæðisflokkur
2. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokkur
3. Steingrímur J. Sigfússon, Vinstri græn
4. Njáll Trausti Friðbertsson, Sjálfstæðisflokkur
5. Þórunn Egilsdóttir, Framsóknarflokkur
6. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Vinstri græn
7. Einar Aðalsteinn Brynjólfsson, Píratar
8. Valgerður Gunnarsdóttir, Sjálfstæðisflokkur
9. Logi Már Einarsson, Samfylking

Jöfnunarþingsæti hlýtur Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar.
 

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV