Talið að yfir 150 hafi drukknað í ferjuslysi

epa01152335 United Nations soldiers from Uruguay patrol Lake Kivu near the eastern city of Goma in the Democratic Republic of the Congo, 20 October 2007. Congo is home to the world's largest peacekeeping operation dubbed MONUC but the 14,000 blue helmets in the notoriuosly unstable north east of the country are having difficulty ending fighting between disparate milita groups causing instability and forcing over 300,000 people from their homes in recent weeks.  EPA/NICOLAS POSTAL
Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á eftirlitsferð um Kivu-vatn, eitt stærsta stöðuvatn Afríku. Mynd úr safni. Mynd: EPA
Óttast er að yfir 150 manns hafi farist þegar ferju hvolfdi á Kivu-vatni í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó á mánudag. dpa-fréttastofan þýska greinir frá þessu. Felix-Antoine Tshisekedi, forseti landsins, sagðist á Twitter vera harmi sleginn vegna fréttanna af ferjuslysinu, en samkvæmt bráðabirgðatölum væri ríflega 150 manns saknað.

Samgönguráðherra Kivu-héraðs, Jacqueline Ngengele, sagði tíðindamanni dpa að um það bil 200 farþegar hafi verið um borð í ferjunni þegar henni hvolfdi, en einungis 40 verið bjargað. Haft er eftir yfirmanni úr lögreglu á þessum slóðum að ferjan hafi verið komin nokkuð til ára sinna og farþegar ekki með björgunarvesti.

Ævar Örn Jósepsson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi