Fyrir þá sem ekki skilja táknmál þá sagði Elsa eftirfarandi:
Í kvöld klukkan 18:45 hefst leikur Íslands og Kósóvó. Takist íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu ap tryggja sér keppnisrétt á HM í Rússlandi á næsta ári yrði Ísland fámennasta þjóðin frá upphafi til að komast á HM. Ísland getur með sigri tryggt sér farseðilinn til Rússlands. Fámennasta þjóðin sem komist hefur í lokakeppni HM til þessa er Trínidad og Tóbago. Landslið þeirra komst á HM í Þýskalandi 2006 en þá var íbúafjöldinn þar 1,3 milljónir. Takist ætlunarverk Íslands í kvöld yrði því um sögulegt afrek að ræða. Ísland yrði þá eina þjóðin í sögunni með undir milljón íbúa til að spila í lokakeppni HM. Hægt er að horfa á beina útsendingu á RÚV. HÚH!
Wait for it... það er meira #hmrúv #ISLKOS #Táknmálsfréttir https://t.co/gRKVKU96Xn pic.twitter.com/7mwqlyR8yz
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) October 9, 2017