Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Takmarka fjölda flóttafólks í Bandaríkjunum

17.09.2018 - 21:57
epa06853925 A protestor holds a sign that shows Anne Frank with the saying 'Then They Came for the Children' during a protest of the immigration policies of US President Donald Trump in Los Angeles, California, USA, 30 June 2018. Rallies in
Mótmæli gegn stefnu Trump í innflytjendamálum, 30. júní 2018. Mynd: EPA
Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur ákveðið að takmarka enn frekar fjölda flóttafólks sem verður leyft að koma til landsins. Næsta fjárlagaár hefst 1. október og samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar verður að hámarki 30.000 flóttamönnum leyft að setjast að í landinu.

Á yfirstandandi fjárlagaári var heimilt að taka á móti 45.000 manns á flótta. Talið er að fjöldinn sem settist að í landinu hafi þó ekki verið svo mikill, heldur innan við 21.000 manns. 

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Mike Pompeo, sagði í dag að þessi ákvörðun væri til góða fyrir þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna og gerði þeim enn fremur kleift að hjálpa fólki víða um heim. „Við erum og verðum rausnarlegasta ríki í heimi,“ hefur AFP fréttastofan eftir utanríkisráðherranum. 

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir