Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Tæp 88 prósent styðja verkfallsboðun

28.02.2014 - 12:38
Mynd með færslu
 Mynd:
Mikill meirihluti félagsmanna Kennarasambands Íslands í ríkisreknum framhaldsskólum hefur samþykkt að fara í verkfall 17. mars næstkomandi, hafi samningar við þá ekki náðst. Atkvæðagreiðslu félagsmanna var að ljúka og samþykktu tæp 88 prósent að fara í verkfall.

Á vef Kennarasambandsins er haft eftir Aðalheiði Steingrímsdóttur, formanni Félags framhaldsskólakennara að þessi afgerandi niðurstaða sýni að kennarar standa af fullum hug á bak við samninganefndir Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum.

Á kjörskrá voru 1.541
Atkvæði greiddu 1.339 eða 86,9%
Já sögðu 1.173 eða 87,6%
Nei sögðu 134 eða 10,0%
Auðir seðlar og ógildir voru 32 eða 2,4%