Tæknitíska

Mynd:  / 

Tæknitíska

04.02.2019 - 15:44
Það fer alltaf að vera meira töff að vera góður í tækni. Tækninn verður alltaf stærri og stærri partur af okkar lífi og tískufyrirtæki eru í auknu mæli að blanda tækni inn í sína hönnun.

Karen Björg fór yfir nokkur tæknileg tískufyrirbæri í tískuhorni vikunnar en fyrst ber auðvitað að nefna Apple watch sem hefur vaxið í vinsældum síðustu ár. Franska hátískufyrirtækið Hermés fór nýverið í samstarf við Apple og framleiddi með þeim hátísku ólar til að fara við úrin. 

Hönnuðurinn Kate Spade sá sér líka leik á borði að tengja sig tækninni og fór í samstarf með fyrirtækinu Everbag sem framleiðir töskur sem hlaða síma. Töskurnar eru til stórar og litlar og þeim fylgir dokka sem að hleður þær, símanum stingur þú svo einfaldlega í lítið hólf innan í töskunni.

Mynd með færslu
 Mynd:
Apple watch frá Hermés og töskur sem hlaða símann frá Kate Spade

Airpods eru svo ekki lengur það svalasta sem þú getur sett í eyrun á þér því nú er Louis Vuitton komin með sín eigin heyrnartól sem hægt er að smella í eyrun. Þau eru til í nokkrum litum og skarta vörumerki fyrirtækisins. 

Tískuvörufyrirtækið Jimmy Choo hefur líka hannað upphitaða útivistarskó sem þú getur stillt hitann á með símanum. Þú einfaldlega hleður skóna með USB og stillir þá svo á það hitastig sem hentar þér, fullkomið í íslenskan vetur. 

Mynd með færslu
 Mynd:
Heyrnartól frá Louis Vuitton og upphitaðir skór

Það er svo varla hægt að tala um tísku og tækni án þess að minnast á sjálfreimandi skóna frá Nike. Í kvikmyndinni Back to the Future 2 fara Marty og Doc fram í tíman til ársins 2015 þar sem þeir finna meðal annars sjálfreimandi skó frá Nike. Þegar árið 2015 rann svo upp í raunveruleikanum sá Nike ekki annað í stöðunni en að hanna slíka skó og framleiða, þó svo þeir séu ef til vill ekki alveg eins og í myndinni.

Mynd með færslu
 Mynd:

Hlustaðu á tískuhornið í spilaranum hér fyrir ofan.