Tækifærin á Siglufirði

01.02.2016 - 13:24
Mynd: Þórgunnur Oddsdóttir / Þórgunnur Oddsdóttir
Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur lagt mikið til samfélagsins á Siglufirði. Hann hefur sérstakar hugmyndir um möguleika minni byggða til að skapa sér sérstöðu og hvernig hægt er að breyta áherslum og samsetningu atvinnulífsins með nýrri framtíðarsýn.

 

Róbert segir að hann hafi séð hvernig störfum í sjávarútvegi  fækkaði hratt með aukinni  tæknivæðingu og hvernig hægt væri að skapa sérstöðu með nýjum hætti. Nú rekur hann veitingastaði,Hótel og líftæknifyrirtæki á Siglufirði.

 

Róbert flytur erindi  á næsta fræðslufundi Vitafélagsins á miðvikudaginn í Sjóminjasafni Rvíkur, en hvað varð til þess að hann sá tækifærin á Siglufirði á sínum tíma og hvernig fór þetta af stað ?

Róbert kom í Mannlega þáttinn í dag.

 

 

 

gudrung's picture
Guðrún Gunnarsdóttir
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi