Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Taconic Capital búið að senda FME erindi

12.04.2017 - 07:22
Mynd með færslu
 Mynd: Grafík - RÚV
Bandaríski vogunarsjóðurinn Taconic Capital Advisors sendi Fjármálaeftirlitinu tilkynningu síðastliðinn fimmtudag þar sem formlega var farið fram á að stofnunin legði mat á hvort sjóðurinn væri hæfur til að fara með virkan eignarhlut í Arion banka.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Þar segir jafnframt að sjóðurinn eigi nú um 150 milljarða króna í eignum á Íslandi.

Forsvarsmenn sjóðsins lýstu því yfir skömmu eftir kaup sín á 9,99 prósenta hlut í Arion banka að óskað yrði eftir því að við Fjármálaeftirlitið að það mæti hann hæfan til að fara með eignarhlutinn. Lögum samkvæmt verður Fjármálaeftirlitið að meta hæfi allra þeirra sem eiga tíu prósenta hlut í banka. Forsvarsmenn Taconic Capital Advisors og Attestor Capital LLP stilltu kaup sín í bankanum þannig af að þau slyppu rétt undir tíu prósenta markið, þar munaði 0,01 prósents eignarhlut.