Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Systur sæta enn rannsókn

19.06.2015 - 11:17
Malín Brand og Hlín Einarsdóttir (samsett mynd)
 Mynd: Malín Brand/Hlín Einarsdóttir - Facebook
„Þetta mál er enn í rannsókn og henni lýkur ekki fyrr en við fáum niðurstöður tæknirannsóknar,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um mál systranna Malínar og Brand og Hlínar Einarsdóttur.

Fyrr í mánuðinum voru þær kærðar fyrir að reyna að kúga fé út úr manni sem þær sökuðu um gróft kynferðisbrot gegn Hlín.

Skömmu áður höfðu þær verið handteknar fyrir að reyna að kúga fé út úr forsætisráðherra. Í viðtali við DV í dag þvertekur Hlín fyrir að málin tvö tengist á nokkurn hátt, og segir manninn sem hún kærði fyrir nauðgun vera að reyna að notfæra sér fjárkúgunarmálið gegn forsætisráðherra, sér í vil.

Hlín hefur ekki viljað tjá sig við fjölmiðla um innihald fjárkúgunarbréfsins.