Handritið, sem var skrifað árið 1473 og er varðveitt hjá Árnastofnun er talin elsta heimildin um tvíradda söng á Íslandi og jafnvel á Norðurlöndunum. Aðeins ein síða hefur bjargast úr þessari gömlu messusöngsbók sem var í eigu munkaklaustursins á Munkaþverá.
„Mér finnst þetta mjög fallegt og einhvern veginn mikilvægt að viðhalda þessum arfi. Og líka jafnvel að leika sér með þetta, þetta er ekki heilagt," segir Daníel.