Sýndarveruleiki flóttamanna

08.10.2015 - 17:37
Mynd: - / UNICEF
Getur sýndarveruleiki hjálpað okkur við að nálgast reynslu flóttamanna út frá okkar eigin mennsku — og nálgast þá þannig sem manneskjur?

UNICEF á Íslandi lét á það reyna í Kringlunni í gær og bauð fólki að fá innsýn í líf barns á flótta frá Sýrlandi. Bergsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi, segir að þessi nýstárlega tækni geri okkur kleift að stytta fjarlægðina á milli okkar sjálfra og þeirra sem sem hrakist hafa frá heimahögum. „Þetta er gott dæmi um hvernig tæknin nær að færa okkur nær hvert öðru og sameina okkur.“

Clouds over Sidra er fjögurra mínútna sýndarveruleikamynd sem tekin var upp í Za‘atari-flóttamannabúðunum í Jórdaníu, þangað sem flóttafólk frá Sýrlandi hefur flúið.

Í myndinni kynnistu Sidru, 12 ára stúlku, sem flúði Sýrland vegna stríðsins. Hún leiðir þig um flóttamannabúðirnar þar sem hún býr, sýnir þér skólann sinn og kynnir þig fyrir fjölskyldu sinni.

Stúlkan á myndinni heitir Sidra, er 12 ára gömul og kemur frá Sýrlandi . Með hjálp sýndarveruleika býður UNICEF á Íslandi fólki að fá innsýn inn í líf barns á flótta frá Sýrlandi.

 

 

atli's picture
Atli Þór Ægisson
vefritstjórn
davidkg's picture
Davíð Kjartan Gestsson
vefritstjórn
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi