Sýktur ástralskur ráðherra hitti Ivönku Trump

13.03.2020 - 10:05
epa08272854 Minister for Home Affairs of Australia Peter Dutton (C) delivers remarks in front of US Attorney General William Barr (R) and US Acting Secretary for the Department of Homeland Security Chad Wolf (L); at an event held to announce actions to combat online child sexual exploitation, at the Justice Department in Washington, DC, USA, 05 March 2020. Law enforcement entities from the US, UK, Canada, Australia and New Zealand are partnering to launch an initiative to combat online child sexual exploitation and abuse. The initiative provides a framework for technological companies to voluntarily adopt practices helpful to combating such abuse.  EPA-EFE/MICHAEL REYNOLDS
Peter Dutton í ræðustól í Washington í síðustu viku. Vinstra megin við hann er Chad Wolf, heimavarnarráðherra Bandríkjanna, og William Barr dómsmálaráðherra hægra megin.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Peter Dutton, innanríkisráðherra Ástralíu, er á sjúkrahúsi eftir að staðfest var að hann hefði greinst með kórónaveiruna. Haft er eftir ráðherranum í áströlskum fjölmiðlum að hann hafi vaknað í gærmorgun með hita og eymsli í hálsi. Honum þótti vissast að láta kanna hvort hann hefði smitast af kórónaveirunni. Þegar í ljós kom að svo var ráðlögðu heilbrigðisyfirvöld í Queensland honum að leggjast inn á sjúkrahús. Hann hafi að sjálfsögðu farið að þeim ráðum.

Peter Dutton kom heim frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum. Þar hitti hann Ivönku Trump, dóttur Bandaríkjaforseta, og William Barr dómsmálaráðherra föstudaginn 6. mars ef marka má mynd sem sendiráð Ástralíu í Washington birti á Twitter. Ekki er vitað hvenær Dutton smitaðist af veirunni.

 

asgeirt's picture
Ásgeir Tómasson
Fréttastofa RÚV