Sýknaður af ákæru um hnefahögg

02.07.2012 - 15:23
Mynd með færslu
 Mynd:
Maður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag sýknaður af ákæru um að hafa slegið lögreglumann hnefahögg í andlit við veitingastaðinn Oliver í Reykjavík í vor og að hafa óhlýðnast fyrirmælum lögreglu um að leggjast á jörðina með því að hlaupa af vettvangi.

Lögreglumaðurinn hlaut mar aftan og ofan við hægra eyra, eymsli á hægri vanga og yfir hægra kjálkabarði.

Sakborningur neitaði því að hafa slegið lögreglumanninn hnefahögg í andlit. Um hópslagsmál hefði verið að ræða, hann hefði ekki gert sér grein fyrir að í hópnum væru  lögreglumenn og því ekki óhlýðnast fyrirmælum lögreglu vísvitandi.

Dómari telur ósannað að ákærði hafi slegið lögreglumanninn í andlit eða að hann hafi ætlað að óhlýðnast fyrirmælum lögreglu. Sakarkostnaður greiðist úr ríkissjóði.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi