Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Svona lítur Askja út í dag - Myndband

23.07.2014 - 13:30
Mynd með færslu
 Mynd:
Spildan sem hljóp fram úr fjalli við Öskju nær yfir um kílómetra breitt svæði og er talið að um 50 til 60 milljón rúmmetrar af jarðvegi hafi hlaupið fram. Trausti Halldórsson, myndatökumaður RÚV, flaug yfir Öskju í morgun og tók myndbandið sem fylgir þessari frétt.

Vísindamenn ætla í dag og á morgun að skoða betur aðstæður á vettvangi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur með þá yfir skriðuna og nágrenni hennar til að geta lagt betur mat á stærðina og meta hvort hætta sé á frekari skriðuföllum. Sú vinna tekur nokkra daga en niðurstaða liggur væntanlega fyrir á föstudag. Þangað til verður næsta nágrenni lokað fyrir umferð.