Svo þurrausinn af hungri að engin tár koma

07.05.2018 - 10:23
Þrjár milljónir kvenna og barna líða af vannæringu eftir þriggja ára blóðuga borgarastyrjöld í Jemen. 400.000 börn þjást af sárri hungursneyð og fá litla sem enga næringu dögum saman. Þeirra á meðal var hinn átta mánaða gamli Fadl. Hann grét af hungri þegar fréttamenn sáu hann en líkami hans var svo þurrausinn að það komu engin tár. Maginn var uppblásinn og hægt að telja rifin á litlum brjóstkassa hans.
johannhlidar's picture
Jóhann Hlíðar Harðarson
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi