Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Sviptingar í viðræðum í Grindavík

Mynd með færslu
 Mynd: RUV
Slitnað hefur upp úr viðræðum Framsóknarflokks, Miðflokks, Samfylkingar og Raddar unga fólksins í Grindavík. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ætla að hittast síðdegis í dag og ræða um myndun meirihluta í bæjarstjórn.

Hjálmar Hallgrímsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, kveðst vongóður um að flokkarnir nái saman um úrlausnarmálin sem bíða næstu bæjarstjórnar. Sjálfstæðisflokkur og Listi Grindvíkinga voru í meirihluta á síðasta kjörtímabili. Listi Grindvíkinga náði ekki inn manni í bæjarstjórn í kosningunum um síðustu helgi.

Greint er frá því á Facebook-síðu Raddar unga fólksins að Framsóknarflokkur hafi dregið sig úr viðræðum flokkanna fjögurra.