Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Svipt enn öðrum verðlaunum

22.08.2018 - 10:28
Erlent · Asía · Mjanmar · Róhingjar · Stjórnmál
epa06962008 Myanmar State Counsellor Aung San Suu Kyi delivers her speech during the 43rd Singapore Lecture at the Grand Hyatt hotel in Singapore, 21 August 2018. Suu Kyi is on a four day working visit to Singapore.  EPA-EFE/WALLACE WOON
 Mynd: EPA-EFE - EPA
Leiðtogi Mjanmar, Aung San Suu Kyi, verður svipt mannréttindaverðlaunum Edinborgar sem hún hlaut árið 2005 því hún neitar að fordæma ofbeldi gegn Róhingjum í heimalandi sínu. Þetta eru sjöundu verðlaunin sem hún er svipt vegna málsins.

Suu Kyi hlaut Friðarverðlaun Nóbels árið 1991 vegna baráttu sinnar fyrir lýðræði í Mjanmar. Hún varð leiðtogi landsins árið 2016 í kjölfar kosninga en herinn sem áður fór einn með stjórn landsins heldur enn um tögl og haldir. 

Þúsundir Róhingja-múslima hafa fallið í aðgerðum hers og lögreglu sem hófust fyrir ári. Bandarísk yfirvöld, Sameinuðu þjóðirnar og fleiri hafa lýst þeim sem þjóðernishreinsunum. Meira en 700 þúsund Róhingjar hafa flúið heimili sín, flestir til nágrannaríkisins Bangladess þar sem þeir búa við þröngan kost. Róhingjar eru minnihlutahópur í landinu, án ríkisfangs og annarra réttinda.

Hér má lesa ítarlega fréttaskýringu um málefni Róhingja.

epaselect epa06256909 Rohingya refugees wait to get relief goods in Ukhiya, Coxsbazar, Bangladesh, 10 October 2017. According to the United Nations High Commissioner for Refugees (UNHCR), more than 525 thousand Rohingya refugees have fled Myanmar from

Yfirvöld í Mjanmar, þar með talin Suu Kyi, og her landsins hafa ávallt neitað ásökunum um þjóðernishreinsanir. Ráðist hafi verið í aðgerðir gegn Róhingjum til að vinna sigur á hryðjuverkahópum og nú síðast í gær kenndi hún hryðjuverkamönnum um ástandið.

Edinborg fetar í fótspor Oxford, Glasgow og Newcastle sem svipt hafa Suu Kyi mannréttindaverðlaunum. Hún hlaut verðlaunin árið 2005 fyrir baráttu sína fyrir friði og lýðræði í Mjanmar en á þeim tíma var hún í stofufangelsi í landinu.

Bandarískt safn til minningar um helförina gegn gyðingum, US Holocaust Museum, dró fyrr á árinu til baka verðlaun sem veitt voru henni árið 2012. Verðlaunin fékk hún fyrir mannréttindabaráttu sína.

Orðspor Suu Kyi hefur beðið mikla hnekki á liðnu ári. Hún var á sínum tíma borin saman við Nelson Mandela og naut mikillar virðingar fyrir þrotlausa baráttu sínu gegn herforingjastjórninni í Mjanmar. Skeytingarleysi hennar gagnvart þjáningu Róhingja eða jafnvel beinn stuðningur hennar við aðgerðir hers og lögreglu hefur gert það að verkum að margir hafa snúið við henni bakinu.

epa06215399 Rohingya refugees queue to receive relief in front of makeshift tents in Ukhiya, Bangladesh, 20 September 2017. Myanmar's State Counsellor Aung San Suu Kyi on 19 September said the governments of Myanmar and neighboring Bangladesh were