Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Svipleiftur & Raddir úr djúpinu

Mynd með færslu
 Mynd: Ólöf Erla Einarsdóttir - RÚV

Svipleiftur & Raddir úr djúpinu

10.03.2015 - 11:04

Höfundar

Steinar Sigurjónsson er í hópi merkustu rithöfunda Íslands á síðari helmingi tuttugustu aldar. Í fyrstu verkum hans var sleginn tónn sem ekki hafði áður heyrst í íslenskum bókmenntum.

Yrkisefnin voru ný – grámygla sjávarþorpsins sem kæfir niður þrá mannsins eftir fegurð – og aðferðirnar sömuleiðis: Steinar var á vissan hátt frumkvöðull módernískrar sagnagerðar á Íslandi, en hann var líka athyglisvert ljóðskáld og leikskáld.

Útvarpsleikhúsið á Rás 1 flytur tvo þætti um Steinar Sigurjónsson sem báðir voru unnir af nemendum í sviðslistadeild og tónlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2008 undir stjórn Jóns Halls Stefánssonar.

Þættrnir voru unnir í tilefni af því að þá voru liðin 80 ár frá fæðingu Steinars. Hann fæddist 9.mars 1928 og lést 2.október 1992.

Sunnudagur 15.mars kl. 13:00
Svipleiftur
Heimildaþáttur um rithöfundinn Steinar Sigurjónsson einsog hann birtist í minningu samferðarmanna hans.

Viðmælendur í þættinum: Einar Kárason, Magnús Pálsson, María Kristjánsdóttir, Ólafur Gunnarsson, Rúnar Guðbrandsson, Vernharður Linnet og Vilborg Dagbjartsdóttir. Auk þess heyrist brot úr viðtali Friðriks Rafnssonar við Steinar Sigurjónsson frá árinu 1989, úr þættinum Mynd af orðkera. 

Dagskrárgerð: Bjartur Guðmundsson, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir.

Tónlistin í þættinum er samin af Helgu Ragnarsdóttur, Lýdíu Grétarsdóttur og Þráni Hjálmarssyni.

Verkstjórn: Jón Hallur Stefánsson.

Sunnudagur 22.mars kl. 13:00
Raddir úr djúpinu.
Fléttuþáttur um verk og hugarheim Steinars Sigurjónssonar.

Dagskrárgerð og flutningur: Bjartur Guðmundsson, Hannes Óli Ágústsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Stefán Benedikt Vilhelmsson, Vigdís Másdóttir, Walter Geir Grímsson og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir.

Tónlistin í þættinum er samin af Lýdíu Grétarsdóttur og Þráni Hjálmarssyni.

Umsjón með verkefninu og leikstjórn: Jón Hallur Stefánsson.

 

Fyrsta bók Steinars Sigurjónssonar, Hér erum við, kom út árið 1955. Af helstu verkum hans má nefna Ástarsögu, Blandað í svartan dauðann, Farðu burt skuggi og Kjallarann. Steinar skrifaði einnig fjölmörg leikrit og einþáttunga og hafa sumir þeirra verið fluttir í útvarpi. Hann skrifaði verk sín ekki aðeins í eigin nafni heldur einnig undir dulnefnunum Steinar á Sandi, Sjóni Sands og Bugði Beygluson.