Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Svikahrappar reyna að græða á farmiðum WOW

31.03.2019 - 21:32
Mynd með færslu
 Mynd:
Svo virðist sem svikahrappar hafi tekið upp á því að hringja í þá sem eru að reyna að fá farmiða sína með WOW endurgreidda. Svikararnir hringja í fólk í nafni kortafyrirtækisins Valitor, biðja það um kortaupplýsingar og segja að það eigi að flýta fyrir endurkröfuferli.

Fram kemur á vef Valitor að umrætt fólk sé ekki á vegum fyrirtækisins og því séu allar líkur á því að þarna sé einhver svikastarfsemi. Valitor biður fólk um að gefa ekki upp kortaupplýsingar sínar við óviðkomandi. „Valitor hringir aldrei í korthafa til að fá upplýsingar um kortanúmer hjá þeim. “

freyrgigja's picture
Freyr Gígja Gunnarsson
Fréttastofa RÚV