Huglæg rými er innsetning sem sýnd er í Listasafni Árnesinga í Hveragerði. Þar notast myndlistamaðurinn Ólafur Sveinn Gíslason við myndlist, skúlptúra og kvikmyndir til þess að sviðsetja líf eins manns og rýmin í kringum hann, bæði hlutlæg og huglæg.