Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Sveitarstjórastaða á Skagaströnd auglýst aftur

25.07.2018 - 16:09
Myndir teknar með dróna.
 Mynd: RÚV - Jóhannes Jónsson
Sveitarstjórn Skagastrandar hefur ákveðið að auglýsa aftur eftir sveitarstjóra um miðjan ágúst. Átta sóttu upphaflega um stöðuna.

Í fundargerð sveitarstjórnar frá 20. júlí kemur fram að sveitarstjórnin hafi rætt umsóknir sem bárust um starf sveitarstjóra.

Fyrir fundinn voru tekin viðtöl við tvo af þremur umsækjendum sem boðaðir voru í viðtal vegna ráðningar í stöðuna. Einn dró umsókn sína til baka.

Sveitarstjórnin ræddi stöðu ráðningaferlisins og mat sitt á umsóknum og samþykkti að auglýsa stöðuna aftur um miðjan ágúst.

Umsóknir þeirra sem áður sóttu um eru áfram í gildi.

evabb's picture
Eva Björk Benediktsdóttir
íþróttafréttamaður