Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Sveinbjörg: Get ekki annað en verið sátt

Mynd með færslu
 Mynd:
„Svo er ekki hægt að skjóta loku fyrir það að það eru ákveðin ummæli sem ég lét falla sem vöktu athygli á mér og framboðinu. Ég þakka fjölmiðlum alveg sérstaklega fyrir að hafa haft mig á forsíðu blaðanna, með góðum eða slæmum hætti, á hverjum einasta degi," segir oddviti Framsóknar í borginni.

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir, oddviti Framsóknar og flugvallarvina var ánægð þegar fréttastofa náði tali af henni. Nú er útlit fyrir að flokkurinn nái tveimur borgarfulltrúum í fyrsta skipti í áratugi. 

Sveinbjörg sagðist ekki geta annað en verið sátt við stöðuna eins og hún er núna. Hún fagnaði samstarfsfólki sínu í framboðinu góðan árangur. Hún kvaðst hafa sagt Guðfinnu, þegar hún fékk hana á listann fjórum tímum fyrir kjördæmisþing, að þær færu báðar inn í borgarstjórn.