Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Svavar Knútur flytur lagið „Úlfar“

Svavar Knútur flytur lagið „Úlfar“

25.09.2015 - 15:30
Svavar Knútur flutti lagið „Úlfar“ í söfnunarútsendingu Rásar 2 og Á allra vörum.

Samtökin Á allra vörum standa fyrir söfnuninni Einelti er ógeð. Barist er fyrir bættum samskiptum meðal barna og unglinga. Ætlunin er að koma á laggirnar samskiptasetri fyrir þá sem glíma við einelti, foreldra og fjölskyldur þeirra.

Rás 2 stendur fyrir stórskemmtilegum leik sem gerir bæði fyrirtækjum og einstaklingum kost að leggja málefninu lið. Hann felur í sér að hægt er að kaupa sér lög til spilunar á rásinni en svo geta aðrir skotið þau niður og beðið um önnur í staðinn.

Hringdu í 512-2020, fáðu þitt lag og leggðu baráttunni gegn einelti lið í leiðinni.