Athugið þessi frétt er meira en 12 ára gömul.

Svavar fréttamaður ársins

31.12.2010 - 14:11
Mynd með færslu
 Mynd:
Svavar Halldórsson var í dag valinn fréttamaður ársins 2010 á Fréttastofu Ríkisútvarpsins. Svavar hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir fréttir sínar og ekki farið varhluta af harkalegum viðbrögðum þeirra sem hann hefur fjallað um. Óðinn Jónsson fréttastjóri þakkaði honum á fundi í hádeginu fyrir mikil og góð störf á árinu og um leið var hann hvattur til frekari dáða.