30.05.2017 - 19:28

Höfundar

Svanur Herbertsson hljómar í Skúrnum með nýtt sólóverkefni sem ber nafnið Swan Swan H, þriðjudaginn 30 maí kl 21:00 á Rás 2

Svanur Herbertsson fór í sinn fyrsta píanótíma aðeins 8 ára gamall hjá Guðrúnu Birnu Hannesdóttur og 5 árum síðar kviknaði fyrst fyrir alvöru tónlistaráhuginn, en þá 13 ára gamall uppgötvaði hann hljómsveitina The Doors og í kjölfar þess lærði hann öll lögin utanbókar á piano/orgel ásamt því að spila alla bassaganga með vinstri hendinni eins og Ray Manzarek. Hann stofnar hljómsveitina Swive með bekkjarbræðrum sínum úr Breiðholtsskóla og bróðir sínum Guðmundi Herbertssyni 16 ára gamall og spiluðu þeir útum allan bæ í nokkur ár ásamt því að taka þátt í Músiktilraunum og Global Battle Of The Bands við góðar undirtektir. Svanur var valinn "söngvari Músíktilrauna" 2010 en þá var hann í hljómsveit sem hét Feeling Blue. Svanur hefur einnig spilað sem session píanóleikari inná allskonar plötur og var settur í barnapössun í hljóðklefa hjá Trausta Laufdal við upptökur á sólóplötunni hans, en þar lék hann á flygil. Svanur hefur einnig unnið og pródúserað 4 plötur með föður sínum Herberti Guðmundssyni. Núna kemur hann fram á sjónarsviðið með sólóverkefni undir nafninu Swan Swan H með helling af fínum lögum.