Surtsey 50 ára

Mynd með færslu
 Mynd:

Surtsey 50 ára

14.11.2013 - 18:44
Í dag eru 50 ár liðin frá upphafi eldsumbrotanna í Surtsey. Það var að morgni þessa dags fyrir hálfri öld að skipverjar á fiskibátnum Ísleifi II.

frá Vestmannaeyjum sáu að eldgos var hafið á um 130 m sjávardýpi, skammt suðvestan við Geirfuglasker.  Þau Dóra Magnúsdóttir frá Volcano House og Sveinn P. Jakobsson jarðfræðingur voru í Síðdegisútvarpinu í dag og töluðu um þessi tímamót.