Súrt regn hefur fundist í þó nokkrum sýnum sem Veðurstofan hefur safnað frá því í september. Helst hefur þótt athyglisvert hve súrt regnið hefur verið, en sýrustig hefðbundinnar úrkomu er á milli fimm og sex. Í þessum sýnum hefur sýrustigið hins vegar farið niður í þrjá.