Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Súkkulaðiís með stökkum hneturúllum

15.03.2016 - 21:15
Mynd með færslu
 Mynd: DR
Fullkominn heimatilbúinn ís án ísvélar. Skreytt með stökkum núggatrúllum.

 

Fyrir 6
Innihald:

 

Súkkulaðiís:
1/2 pólýnesísk vanillustöng (eða 1 venjuleg vanillustöng)
80 g sykur
100 g gerilsneyddar eggjarauður
75 g gott, dökkt súkkulaði, um það bil 60%
3 dl rjómi
50 g gott, dökkt, fínt saxað súkkulaði, um það bil 60%

 

Þar fyrir utan þarf:
6 form, um það bil 150 ml – gjarnan sílíkon.
15 g frostþurrkuð hindber til að bera fram.

 

Stökkar hneturúllur og kurl til skrauts:
50 g sykur
50 g heslihnetukjarnar
50 g smjör við stofuhita
50 g glúkósi
25 g hveiti

 

Aðferð:
Súkkulaðiís:
Setjið formin í frystinn.
Skerið vanillustöngina langsum og skafið kornin úr með litlum hníf.
Merjið kornin saman með svolitlu af sykrinum svo að kornin skiljist að.
Þeytið vanillusykur, sykur og eggjarauður í þykkan, hvítan eggjasnafs.
Saxið súkkulaðið fínt og bræðið varlega yfir heitu, en ekki sjóðandi vatnsbaði þar til súkkulaðið er 45-50 gráðu heitt.

 

Þeytið rjómann í létta froðu og saxið 50 grömm af súkkulaði fínt.
Setjið nú 45-50 gráðu heita, bráðna súkkulaðið út í eggjasnapsinn og þeytið vel.
Bætið 1/3 af léttþeytta rjómanum út í og þeytið aftur af krafti.
Setjið nú afganginn af rjómanum og fínt saxaða súkkulaðið út í og hrærið öllu varlega saman.
Setjið ískremið í köld formin og setjið þau strax aftur í frysti.
Frystið súkkulaðiísinn í að minnsta kosti 3 klukkutíma eða gjarnan undir filmu til næsta dags.

 

Stökkar hneturúllur og kurl til skrauts:
Hnoðið öll innihaldsefni saman í jafnt deig.
Setjið 4 kúlur af deiginu með góðu millibili á bökunarplötu með bökunarmottu eða smjörpappír.

 

Þrýstið á kúlurnar til að fletja þær svolítið út og bakið við 160 gráður þar til þær eru létt gullnar.
5-7 mínútur allt eftir ofninum.
Takið þær út úr ofninum og leggið strax yfir rúllupinna eða eitthvað slíkt. Formið í rúllu.

 

Endurtakið með fjórar til viðbótar á sama hátt.
Flottustu sex hneturrúllurnar verða lagðar ofan á hvern eftirréttir þegar borið er fram.
Þær 2 sem eftir eru á að brjóta fínt og nota sem kurl.

 

Að bera fram:
Hafið 6 flotta diska tilbúna.
Sáldrið svolitlu kurli og frostþurrkuðum hindberjum á botninn á hverjum diski.
Takið ísinn úr formunum og setjið þá ofan á kurlið – þrýstið þeim föstum.
Látið ísinn temprast aðeins í 5-10 mínútur, allt eftir því hvað hann er kaldur.
Leggið stökku hneturúllurnar varlega ofan á ísinn og berið fram strax.

 

 

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir