Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Styttri vinnuvika: Betra starfsfólk

12.05.2016 - 14:46
Mynd: ruv / ruv
Meginniðurstaða tilraunaverkefnis Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar er sú að andleg og líkamleg líðan starfsmanna er betri, starfsánægja eykst og tíðni skammtímaveikinda lækkar.

Niðurstaðan kemur Elínu Björgu Jónsdóttur, formanni BSRB, ekki á óvart en samtökin hafa í rúman áratug barist fyrir styttri vinnuviku. 

Rætt var við Elínu Björgu í Samfélaginu. 

bjornthor's picture
Björn Þór Sigbjörnsson
dagskrárgerðarmaður