Nú styttist í að Drekasvæðið hefji göngu sína á RÚV. Drekasvæðið er ný gamanþáttaröð, framleidd af Stórveldinu fyrir RÚV, sem fyllir skjái landsmanna þann 1. maí. Þetta eru sex rammíslenskir þættir sem hafa það að yfirlýstu markmiði að láta þjóðina flissa í buxurnar.